Fréttir eða Ummæli 29 July 2014

Upplýsingar Helga Björg Jónasdóttir | 11 júl 2014

Þriðja vika – dagur 4 og 5

Jæja þá er þessari þriðju viku Útilífsskólans lokið.

Í gær breyttum við aðeins til í dagskránni, í staðin fyrir að gista uppi á Hvaleyrarvatni þá gistum við inni í skemmunni hjá okkur vegna veðurs. Þetta gekk allt vel.
Krakkarnir mættu klukkan 10 niður í Hraunbyrgi og þá var hjólað af stað upp á Hvaleyrarvatn. Þegar þangað var komið var fyrst borðaður hádegismatur og svo var farið í skemmtilegan póstaleik. Í honum fengu krakkarnir að fara á kanóa á Hvaleyrarvatni, lærðu að gera nokkra skátahnúta, æfðu skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna, leituðu af Móra og fleira skemmtilegt. Það var svo lagt af stað aftur upp í Hraunbyrgi rúmlega 4.  Þegar þau voru komin til baka fóru allir inn í skemmu og komu sér fyrir á dýnunum. Svo voru borðaðar grillaðar pulsur og svo var kvöldvakan sem var rosa skemmtileg.  Eftir kvöldvökuna fóru allir krakkarnir í náttfötin sín, komu sér vel fyrir á dýnunum sínum og horft var á mynd. Allir skemmtu sér vel yfir myndinni og eftir hana fengu svo allir heitt kakó. Svo fóru allir að tannbursta sig og komin ró um hálf 11 leytið.

Það var svo vakið alla klukkan 9 í dag, þau borðuðu morgunmat og gerðu sig svo til fyrir sundferð. Tekinn var strætó upp í Ásvallalaug. Allir skemmtu sér mjög vel í sundinu og gekk allt vel fyrir sig. Þau borðuðu svo hádegismatinn í sundlauginni og svo var tekinn strætó aftur upp í Hraunbyrgi.
Þegar þau voru komin til baka þangað var farið í póstaleik. Í honum lærðu þau að súrra, bökuðu hike-brauð, fóru í klifurvegginn og bjuggu sér til vinabönd.

Myndir frá deginum í gær og í dag eru komnar inn hér til hliðar undir >Myndir<

Takk fyrir vikuna sem var að líða :)
-Helga Björg og Kári.

Upplýsingar Helga Björg Jónasdóttir | 09 júl 2014

Þriðja vika – dagur 3

Krakkarnir byrjuðu daginn í dag á því að fara í ratleik. Ratleikurinn leiddi þau á nokkra staði eins og Hellisgerði, Gömlu Sundhöllina og Víðistaðakirkju. Á hverjum stað áttu þau að svara einhverjum spurningum eða leysa einhverja þraut og þegar því var lokið fengu þau vísbendingu um hvar næsti staður var. Þetta gekk allt vel og fannst krökkunum mjög gaman.
Eftir hádegi var svo farið í fjársjóðsleit. Krakkarnir fóru í póstaleik þar sem þau fóru í klifurvegginn og fengu að klifra, lærðu nafnið sitt á táknmáli, skrifuðu sögu og leystu skátadulmál. Eftir hverja stöð fengu þau svo bút af fjársjóðskorti sem þau settu svo saman í endann. Þegar þau voru búin að setja bútana saman fóru þau öll að leita af fjársjóðnum, sem var svo kista full af sykurpúðum. Þau söfnuðust svo öll saman í kringum eldstæðið og grilluðu sykurpúðana.

Við minnum svo alla á að koma á hjóli og með hjálm á morgun! Við hjólum upp á Hvaleyrarvatn og verðum þar yfir daginn en gistum ekki þar. Það er spáð frekar slæmu veðri um nóttina þannig að ákvörðun var tekin að gista inni í skemmu hérna í Hraunbyrgi. Gott er að allir taki með sér einhverskonar bakpoka fyrir hádegismat og síðdegisnesti sem hægt er að hjóla með. Á föstudagsmorgun förum við svo í sund þannig að mikilvægt er að allir muni eftir sundfötum og handklæði.
Það þarf að koma með allan mat sem ykkur finnst nauðsynlegur nema kvöldmat, við sjáum um hann. Einnig þurfa krakkarnir að koma með svefnpoka, hlý föt, auka föt, eitthvað til að sofa í, stígvél, regnföt, tannbursta og tannkrem og síðast en ekki síst góða skapið :)

Ef einhver fékk ekki email-ið frá okkur eða blað heim og vilja vita eitthvað um morgundaginn og föstudaginn, hringið í síma 824-0906.

-Helga Björg og Kári.

Upplýsingar Helga Björg Jónasdóttir | 08 júl 2014

Þriðja vika – dagur 2

Í dag byrjuðum við daginn á því að fara í fjöruferð. Það var labbað þangað um 10 leytið, þar var náttúran skoðuð, tínt alls konar fallega steina og fleira skemmtilegt. Löbbuðum svo til baka rétt fyrir hádegi og borðuðum hádegismatinn úti í góða veðrinu.
Klukkan hálf 1 var svolabbað af stað á Byggðasafn Hafnarfjarðar. Þar var tekið vel á móti okkur, hópnum var skipt í tvennt, annar fór inn í Byggðasafnið sjálft og hinn hópurinn fór í hús Bjarna Sívertsen sem er elsta hús Hafnarfjarðar.
Inni í Byggðasafninu lærðu krakkarnir alls konar hluti um sögu Hafnarfjarðar og fengu að skoða marga gamla og flotta muni eins og t.d. gamalt skip, alls konar vopn og verkfæri og gömul leikföng. Þetta var rosalega skemmtilegt.
Í húsinu hjá Bjarna Sívertsen lærðu krakkarnir um hver hann var og hvað hann var merkilegur maður.

Eftir þetta löbbuðum við svo niður á Thorsplan þar sem sumarhátíð ÍTH var í gangi. Þar fengu allir pulsur og svala, hlustuðu á skemmtilega tónlist og sungu og dönsuðu með.
Takk fyrir daginn!

-Helga Björg og Kári.

Upplýsingar Kári Gunnlaugsson | 07 júl 2014

Þriðja vika – Dagur 1

Í dag byrjaði þriðja námskeið Útilífsskólans sumarið 2014.
Fyrir hádegi var farið í kynninga leiki og skipt í flokka. Krakkarnir völdu sér sjálf flokks nöfn. Nöfn sem voru fyrir valinu voru t.d. Skátarnir sjö, Ylfingarnir og Kirsuberin. Eftir hádegi var svo farið í stöðvaleik þar sem farið var í Stiklað á stóru, Poppa popp yfir eldi. Farið var í Kassaklifur, kimsleik og krakkarnir lærðu að gera te úr Blóðbergi. Eftir Kaffi voru svo krakkarnir vígðir þar sem drukið var vatn úr Vatnajökli og fengu þau öll bláa skátaklúta til þess að eiga.

Á morgun verður farið í fjöruferð, kíkta á byggðasafnið og svo verður farið á sumarhátíð ÍTH á Thorsplani. Einnig viljum við minna á að ekki gleyma klútum.

Myndir frá deginum eru komnar inn, hægt að er sjá þær hér til hliðar undir >Myndir<

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun – Helga Björg, Kári, Hilmir, Einar, Aníta, Matthías, Vilný, Kristín, María, Florentine og Guðrún.

Útilifsskóli 2014 &Námskeið 3 &Upplýsingar Kári Gunnlaugsson | 07 júl 2014

Önnur vika – dagur 5

Á föstudaginn var farið í dagsferð upp á Hvaleyrarvatn. Þegar uppeftir var komið fóru Grallarar og Útilifsskólakrakkar í pósta leik. Í pósta leiknum var farið á báta, farið í refa leit þar sem leitað var að Móra. Sandkastalagerð, Nátturuskoðun þar sem hreinsað var rusl og nátturan skoðuð. Ljósmynda keppni og hnúta póstur. Í Hádeginu voru grillaðar pulsur. Eftir hádegi var svo póstaleiknum haldið áfram. Myndir sem krakkarnir tóku í ljósmyndakeppnini eru komnar inn á myndasíðuna.

Takk fyrir skemmtilega viku!

- Helga Björg og Kári

Upplýsingar Helga Björg Jónasdóttir | 03 júl 2014

Önnur vika – dagur 4

Í dag byrjuðum við daginn á skemmtilegum ratleik, bæði hjá gröllurum og útilífsskólakrökkum.
Grallararnir fóru um allt Víðistaðatún, þau fengu eina vísbendingu til að byrja með svo þurftu þau að finna næstu og svara þar spurningum eða gera eitthvað verkefni. Allir náðu að klára og gekk þetta mjög vek fyrir sig.
Útilífsskólakrakkarnir fóru aðeins víðar um svæðið, þau fengu vísbendingar á Víðistaðatúni, Hellisgerði og í Gömlu Sundlauginni. Þau þurftu einnig að svara spurningum á hverjum stað og finna svo út hvar næsta vísbending er. Þetta var mjög gaman.
Eftir hádegi fóru svo allir í póstaleik. Útilífsskólakrakkarnir fóru í alls konar boðhlaup, skrifuðu sögu, fóru í marga skemmtilega leiki og gerðu vinabönd.
Grallararnir lærðu aðeins um íslenska fánann, lærðu fánahnút og hvernig á að flagga. Þau fóru einnig í Víkingakubb, lærðu nafnið sitt á táknmáli og fóru svo í alls konar leiki.

Við minnum svo á dagsferðina á morgun upp á Hvaleyrarvatn. Við förum með rútu upp eftir en foreldrar þurfa svo að sækja börnin sín í enda dagsins. Þar verða grillaðar pulsur í hádeginu þannig að krakkarnir þurfa ekki að koma með hádegismat, en þau þurfa að koma með síðdegishressingu.

Takk fyrir daginn og sjáumst á morgun!

- Helga Björg og Kári.

Upplýsingar Helga Björg Jónasdóttir | 02 júl 2014

Önnur vika – dagur 3

Í dag var farið í fjöruferðir. Útilífsskóla krakkarnir hjóluðu í sandfjöru í Garðabænum og fóru svo í fjöruna hérna hjá Gömlu Sundlauginni, þar var tínt flotta steina og labbað meðfram sjónum og haft það notalegt. Hádegismaturinn var borðaður niðri í fjöru líka. Þau komu svo til baka um 2 leytið og þá var hópnum skipt í tvennt, annar hópurinn fór og gerði steinakalla úr steinunum sem voru týndir í fjörunni og hinn fór niður á ÚSH tún og fóru í alls konar skemmtilegar keppnir eins og hundabein og fleira skemmtilegt.

Grallararnir fóru einni í fjöruferð, þau löbbuðu niður í fjöru hérna hjá Gömlu Sundlauginni fyrir hádegi, þau tíndu líka flotta steina og skoðuðu náttúruna. Það var svo labbað heim um hádegisleytið ognestið borðað inni í Hraunbyrgi.
Eftir hádegi fóru þau svo í póstaleik, þar lærðu þau að binda nokkra hnúta, límdu saman steinana sem þau tíndu og bjuggu til eitthvað flott úr þeim, fóru í kims leik og lærðu skátadulmál.

Því miður finnst snúran fyrir myndavélina frá gröllurunum ekki, en hún finnst vonandi bráðlega svo að myndir frá deginum í dag koma ekki inn núna.
En það eru komnar myndir frá fjöruferðinni hjá Útilífsskólakrökkunum :)

Takk fyrir daginn!
- Helga Björg og Kári.

Upplýsingar Kári Gunnlaugsson | 02 júl 2014

Smá saga frá Gröllurum

Í póstaleiknum í gær skrifuðu Grallararnir sögu saman. Sagan var svo skemmtileg að við ákváðum að deila henni hér með ykkur.

Einnu sinni voru 7 skátar, þeir voru í fjársjóðsleit Þeor voru mjög myndarlegir. Þeir voru með kort sem benti þeim á fjársjóðinn. Kortið benti þeim á kistu sem var læst og þeir voru ekki með lykilinn. þá mundi einn skátinn að hann hafði fengið lykil frá afa sínum áður en hann dó. Hann prófaði að nota lykilinn á kistuna og hann smell passaði. Kistan opnaðist og var í honum sofandi andi. Andinn var klæddur allur í gulli nema skórnir hans sem voru úr silfri. Andinn hélt fast í eina tösku. Skátarnir 7 tóku töskuna af andanum án þess að vekja andann. Skátarnir opnuðu töskuna og upp úr henni kom risa regnbogi. Þá vaknaði andinn og með því kom þrumur og eldingar. Skátarnir vissu ekkert hvað þeir áttu að gera. Þeir voru mjög hræddir og stukku í gegnum regnbogann. Þegar þeir komu í gegn sáu þeir að þeir voru komnir í Ásgarðþ Þeir skoðuðu sig um í ásgarði og fundu kastala. Þeir fóru í kastalann og fundu þar inni ristastóran risa. Hann hróðaði “hvað eruð þið að gera hérna, þið eigið ekki að vera hér.” Hann stekkur til þeirra og tekur þá alla upp og hendir þeim í fangelsi, þeim leist ekkert á þetta og liður frekar illa. Þeir hróðuðu á hjálp frá klefanum sínum. Eftir smá stund kemur þrumuveður og risa hvirfilbylur. Skátarnir voru mjög hræddir fyrst en sáu síðan að inni vindinum var andinn í kistunni. Andinn stekkur úr hvirfilbylnum og skýtur eldingu á lásinn. Lásinn verður að dufti. Andinn segir “eltið mig, ég þekki leiðinna út.” Skátarnir treystu andanum og fóru með honum. Þeir komust útur kastalanum og þá tók á móti þeim risastór, bleikur dreki í hjarta nærbuxum. Andinn brást snögt við og töfraði framm risa vélmenni. Vélmennið hafði laser augu og notaði þau til að skera drekan í sundur. á meðann kallaði andinn framm óveður og hvirfilvind. Allir stiga inní vindinn og fjúga í burtu. Þeir fjúga yfir kastalann og heyra þá einhvern kalla á hjálp. Þeir sjá að þetta er prinsessa læst inní efsta turni kastalans. Risinn hefur öruglea rænt henni. Þeir fjlúga niður til að bjarga henni. Þeir lyfta henni upp í vindinn og fjúga með henni í burtu áður enn að risinn kemur. Prinsessan er mjög glöð og þakkar þeim öllum fyrir með því að gefa þeim öllum koss. Þegar því laug sagði andinn þeim að hann myndi taka þá alla aftur heim.

Við vonum að þið hafið notið þess jafn mikið að lesa þessa sögu eins og við numum þess að skrifa hana saman.

Kv. Kári og Helga

Upplýsingar Helga Björg Jónasdóttir | 01 júl 2014

Önnur vika – dagur 2

Þá er þessum rigningamikla degi lokið!

Fyrir hádegi löbbuðu Útilífsskólakrakkarnir í Hellisgerði og Grallarar fóru á Víkingasvæðið á Víðistaðatúni.
Í Hellisgerði var farið í alls konar skemmtilega leiki og svo fengu þau smá frjálsan tíma til þess að hlaupa um og hafa það gaman. Grallararnir fóru einnig í marga skemmtilega leiki á Víkingasvæðinu, fengu að fara í aparóluna og fengu svo líka smá frjálsan tíma þar sem þau voru að leika sér saman. Það var svo labbað til baka upp í Hraunbyrgi og borðað hádegismat.

Eftir hádegi byrjuðu Útilífsskólakrakkarnir á því að fara í skemmtilegan póstaleik, en náðum því miður ekki að klára hann því allt í einu skall á mikil rigning og rok og var því farið með þau inn í skemmu þar sem þau fengu öll heitt kakó, gerðu vinabönd, lituðu og skemmtu sér inni.
Grallararnir fóru í fjarsjóðsleit, fóru á nokkrar stöðvar og eftir hverja stöð fengu þau brot úr fjársjóðskorti. Seinasta stöðin endaði svo inni vegna veðurs. Þau hlupu svo út og fundu fjarsjóðinn, sem var kista af sykurpúðum, fóru inn í Hraunbyrgi og ,,grilluðu” sykurpúðana yfir sprittkertum ;)

Það eru komnar inn myndir frá deginum í dag og í gær undir >Myndir<  hér til hliðar.

Við minnum svo á að það er hjóla-og fjöruferð fyrir Útilífsskólakrakkana á morgun, allir að muna eftir hjóli og hjálmi! Einnig gott að vera með stígvél og auka föt með sér.
Grallarar fara einnig í fjöruferð en það verður bara labbað með þeim í fjöruna, gott að taka stígvél og auka föt með sér :)

Takk fyrir daginn og sjáumst á morgun!

-Helga Björg og Kári.

Upplýsingar Helga Björg Jónasdóttir | 30 jún 2014

Önnur vika – dagur 1

Þá er þessum fyrsta degi lokið. Þessa vikuna eru tvö námskeið í gangi í einu, eitt fyrir Útilífsskólakrakka og eitt fyrir Grallara. Dagurinn byrjaði á því að krakkarnir fóru allir í nokkra kynningaleiki fyrir hádegi til þess að læra nöfnin á hvort öðru og kynnast aðeins betur. Eftir það var þeim svo skipt í flokka sem þau verða í alla vikuna og fengu þau svo að velja nafn á flokkinn sinn. Það var svo borðað hádegismatur klukkan 12.

Eftir hádegi var svo farið í póstaleik. Í honum var gert alls konar skemmtilegt eins og að poppa popp yfir eldi, búið til galdraseyði, klifrað í klifurveggnum í skemmunni, lært á áttavita og margt fleira skemmtilegt.
Nestið var svo borðað inni í dag útaf vondu veðri.

Myndir koma inn líklegast á morgun!

Takk fyrir daginn og hlökkum til að sjá ykkur á morgun!

Kv.

Helga Björg og Kári.

Næsta síða »